Engar auglýsingar á blogginu eða jarðskjálftavefsíðunum

Ég hef ákveðið að taka út allar auglýsingar. Hvort sem það er á bloggunum hjá mér eða á vefsíðunum sem eru með jarðskjálftagröfin. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú staðreynd að auglýsignar skila ekki mjög miklum tekjum til mín hvort sem er. Taka upp mikið pláss á vefsíðunni hjá mér og auka þann tíma sem það tekur fyrir fólk að hlaða bloggsíðunni upp.

Í staðinn ætla ég mér að treyst á stuðning fólks sem vill styrkja mig beint. Þeir sem styrkja mig fá e-bók að þegar ég hef lokið við að skrifa slíkt. Hvort sem um er að ræða smásögur eða heilar bækur. Það tekur mig þó tíma að skrifa sögur. Þar sem hugmyndavinna og slíkt tekur yfirleitt langan tíma hjá mér. Hægt er að styrkja mig í gegnum Paypal. Ég á eftir að kanna það hvort að óhætt sé fyrir mig að setja bankanúmerið og kennitöluna hingað inn fyrir þá sem ekki vilja nota Paypal þjónustuna. Annars mun ég setja inn SWIFT og IBAN kóðan á íslensku bankabókinni minni í staðinn ef ég tel að hitt sé ekki öruggt.