Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst

Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær í Skjaldbreið hefur verið að aukast núna í nótt og dag. Þó ekki í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað. Heldur í fjölda þeirra jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Hingað til hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2.0. Hvort að breyting á stærð jarðskjálfta þarna og jarðskjálftahrinunni sjálfri er erfitt að segja til um á þessari stundu.

130317_1610
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu, en stærri jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki útilokaðir. Sérstaklega þar sem þetta svæði er þekkt fyrir talsverða jarðskjálftavirkni á tímabilum. Það er ennfremur möguleiki á því að engir frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna núna. Það er þó ómögurlegt að segja nákvæmlega til um það eins og áður segir.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í nótt urðu þrír smáskjálftar í eldstöðinni Heklu. Þessir jarðskjálftar voru mjög litlir, enginn þeirra náði stærðinni 1.0. Dýpið var frá 10,7 km og niður á 11,8 km.

130317_1535
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Hvað þessir jarðskjálftar þýða er erfitt að segja til um á þessari stundu. Þetta er engu að síður áhugaverð jarðskjálftavirkni í eldstöðunni Heklu.