Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst

Jarðskjálftahrinan sem hófst í gær í Skjaldbreið hefur verið að aukast núna í nótt og dag. Þó ekki í styrkleika þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað. Heldur í fjölda þeirra jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Hingað til hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2.0. Hvort að breyting á stærð jarðskjálfta þarna og jarðskjálftahrinunni sjálfri er erfitt að segja til um á þessari stundu.

130317_1610
Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu, en stærri jarðskjálftar á þessu svæði eru ekki útilokaðir. Sérstaklega þar sem þetta svæði er þekkt fyrir talsverða jarðskjálftavirkni á tímabilum. Það er ennfremur möguleiki á því að engir frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna núna. Það er þó ómögurlegt að segja nákvæmlega til um það eins og áður segir.

3 Replies to “Jarðskjálftahrinan í Skjaldbreið eykst”

  1. Þetta á við Þórisjökul. Nákvæmlega 15 km eru frá toppgíg Skjaldbreiðar í versturhluta Þórisjökuls, hátindsins. Þetta eru sjálfvirkar mælingar, eiginlega óklárt við hvað er miðað hverju sinni. Í dag voru tveir skjálftar í Esjufjöllum en á jarðskjálftavakt Veðurstofunnar eru þeir sagðir 27,5 – 28,1 km í vestur frá Jöklaseli við Skálafellsjökull. Það er nákvæmlega í Esjufjöllum, einhvers staðar í kringum Lyngbrekkutind. Nákvæmni í þessu skiptir miklu.

  2. Ætli sé ekki réttara að segja að skjálftarnir séu við Þórisjökul?
    En takk annars fyrir þessa bloggsíðu.

    1. Þetta er við jökul sem kallast „Ok“ held ég. Þetta er reyndar það nafn sem Veðurstofan notar á sinni vefsíðu (Skjaldbreið). Þetta er reyndar um 15 km norðan við Skjaldbreið.

Lokað er fyrir athugasemdir.