Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.