Jarðskjálfti með stærðina 4,8 djúpt á Reykjaneshryggnum

Í nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu EMSC. Þessi jarðskjálfti átti upptök sín djúpt á Reykjaneshryggnum. Stærðin á jarðskjálftanum er byggð á sjálfvirkum gögnum frá EMSC.

308812.regional.svd.20.03.2013
Upptök jarðskjálftans á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Ég hef voðalega lítið að segja um þennan jarðskjálfta. Þá sérstaklega þar sem hann varð langt útá hafi og litlar upplýsingar að hafa um jarðskjálfta sem eiga sér stað þar. Þetta svæði á Reykjaneshryggnum hefur þó verið að sjá umtalsvert meiri virkni núna en undanfarið. Þó getur vel verið að þetta sé bara hefðbundin jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Annars er mjög erfitt að segja til um það vegna skorts á gögnum. Þeir sem vilja kynna sér jarðskjálftan nánar þá er hægt að gera það hérna á vefsíðu EMSC.