Djúpir jarðskjálftar í Öskju

Í morgun (26.03.2013) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar í Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 2,5. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 var á dýpinu 20,4 km.

130326_1410
Jarðskjálftanir í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öskju er hluti af ferli sem hófst árið 2010. Þetta ferli hefur hingað til ekki komið af stað eldgosi eða slíkum atburðum. Þó er þetta vísbending um það að Askja sé farin að hita upp. Hinsvegar hafa orðið breytingar í Öskju. Svo sem íslaust öskjuvatn veturinn 2012 og auking í jarðhita. Ástæður þess að öskjuvatn var íslaust veturinn 2012 eru mér ekki kunnar ennþá.