Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.