Staða mála í Tjörnesbrotabelta jarðskjálftahrinunni klukkan 19:46

Þetta hérna er stutt uppfærsla á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi bloggfærsla mun úreldast mjög hratt vegna mikillar virkni sem á sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Af þeim sökum ætla ég mér ekki að hafa þessa blggfærslu mjög langa.

Í kringum 785 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu síðan í gær (2. Apríl). Þessi tala úreldist mjög fljótt vegna mikillar virkni. Það eru í kringum 40 – 60 jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Það eru smá sveiflur í þessari jarðskjálftahrinu sem þýðir að stundum dettur virknin niður fyrir þessa tölu. Yfir 80 jarðskjálftar hafa mælst sem eru stærri en 3.0. Þessi tala mun hratt breytast miðað við virknina eins og hún er þessa stundina.

130403_1615
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu fyrr í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130403_1615_trace
Hérna sést að jarðskjálftahrinan er mjög þétt á tímum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skj20130403a
Kort sem sýnir jarðskjálftahrinuna og stærstu jarðskjálftana í henni hingað til. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

gri.03.04.2013.16.58.utc
Svona kemur jarðskjálftahrinan fram á SIL stöðvum Veðurstofu Íslands. Þetta er Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.03.04.2013.16.58.utc
Svona kemur jarðskjálftahrinan fram á SIL stöðinni Skrokköldu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

nor.svd.03.04.2013
Yfirfarið yfirlit af jarðskjálftunum á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta er nokkura klukkustunda gamalt kort. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er afskaplega flókin og það gerir mér erfiðara fyrir að átta mig á henni. Hættan á stórum jarðskjálfta er ennþá til staðar þarna. Þarna hefur ekki orðið stór jarðskjálfti síðan árið 1910 hið minnsta. Á þessum tíma hefur mikil spenna byggst upp í jarðskorpunni. Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,5 losaði aðeins um lítið brot af þessari spennu. Sama er að segja um þá eftirskjálfta sem þarna hafa átt sér stað hingað til. Þessi jarðskjálftar hafa aðeins losað um lítið magn af þeirri spennu sem þarna hefur byggst upp á nokkrum áratugum.

1-s2.0-S0040195107003794-gr2
Mynd af jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu ásamt staðsetningum eldri jarðskjálfta sem hafa verið mjög stórir. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Gunnar B. Gudmundsson, Pall Halldorsson, Ragnar Stefansson og öðrum tengdum aðilum.

Eins og staðan er í dag. Þá er bara best að fylgjast með virkninni á Tjörnesbrotabeltinu næstu klukkutíma til daga. Þar sem ómögulegt er að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun haga sér.

Nánari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu

Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram (Veðurstofa Íslands)
Um jarðskjálftana austur af Grímsey (Veðurstofa Íslands)

Uppfærsla 1: Dýpi jarðskjálftanna ásamt dýpi og öðrum upplýsingum.

nordurland_15d.svd.03.04.2013.21.11.utc
Þetta hérna sýnir fjölda jarðskjálfta ásamt því dýpi sem þeir eru að eiga sér stað á. Ásamt þeirri orkuútlausn sem þessir jarðskjáltar hafa leyst út núna. Ekki eru allir jarðskjálftar á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 21:20 þann 03.04.2013.