Jarðskjálftahrina djúpt suður af Íslandi

Þann 2. Maí 2013 kom fram jarðskjálfti á suðurlandinu sem átti upptök sín rúmlega 230 km suður af Surtsey. Það hafa nokkrir jarðskjálftar mælst á síðasta sólarhring síðan virknin hóst þann 2. Maí. Ég veit ekki hvort að það er eldstöð á þessu svæði. Þar sem það er ókannað og dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 4 km. Stærð jarðskjálfta sem hafa mælst þarna er áætluð, en vegna fjarlægðar við SIL mælanetið þá er erfitt að segja til um raunverulega stærð þessara jarðskjálfta.

130502_2245
Jarðskjálftanir eiga sér stað þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mældi stærstu jarðskjálftana á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Stærstu jarðskjálftanir mældust á Skeiðflöt og í Heklubyggð. Mínar mælingar benda til þess að stærð þessara jarðskjálfta sé meiri en 3,0, en vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um raunverlega stærð þessara jarðskjálfta.

130502.060800.sktz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum á Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Það er líklegt að fleiri jarðskjálftar hafi átt sér stað á þessu svæði, en vegna fjarlægðar þá mælast þeir ekki. Þann 2. Maí klukkan 03:56 mældist einnig minni jarðskjálfti á sömu slóðum. Ég veit ekki hvort að það er eldfjall á þessu svæði, ef það er raunin. Þá er þetta eldfjall óskráð og alveg óþekkt. Þarna geta hafa orðið fleiri jarðskjálftar án þess að þeir hafi mælst.