Jarðskjálfti í Heklu

Í dag klukkan 05:06 varð jarðskjálfti í Heklu. Stærð þessa jarðskjálfta var ekki nema rétt rúmlega 1,5 og dýpið var 7,8 km. Engin frekari virkni hefur átt sér stað í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, og það er ekki neina breytingu að sjá jarðskjálftamælum sem eru í kringum Heklu.

130504_1840
Jarðskjálftinn í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftamælirinn minn í Heklubyggð er þessa stundina sambandslaus við internetið vegna bilunar. Ég veit ekki eins og er hvenar jarðskjálftamælirinn kemst í samband við umheiminn á ný, það gæti tekið einhverja daga í mesta lagi. Hinsvegar ætti jarðskjálftamælirinn að vera skrá öll gögn svo lengi sem tölvan er í gangi og engin bilun kemur upp þar.