Rólegt á Íslandi þessa stundina

Það er rólegt í jarðskjálftum og annari virkni þessa stundina. Þessi rólegheit hafa gefið mér tækifæri til þess að slaka aðeins á og njóta lífsins, og sinna öðrum áhugamálum mínum. Ef fólk vill sjá önnur áhugamál mín, þá er meðal annars hægt að gera það hérna á Flicker myndavefsíðunni. Ég hef einnig undanfarna daga verið að gera við þjónatölvu sem ég er með, það hefur tekið meira á en ég reiknaði með og því tók ég mér nokkura daga frí frá skrifum hérna.

Ástæða þessa að ég fjallaði ekki um jarðskjálftahrinuna á Reykjaneshryggnum er sú að umtalsvert var fjallað um hana í fjölmiðlum á Íslandi. Í staðinn er ég hinsvegar að undirbúa ítarlega grein um jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hvenar sú grein verður tilbúin veit ég ekki, en það verður fljótlega reikna ég með.