Minniháttar jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg þann 29. Maí

Þann 29. Maí 2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina var ekki stór og mældust aðeins örfáir jarðskjálftar í þessari hrinu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 2,3, dýpið var í kringum 5,5 km til rúmlega 12 km. Þessi jarðskjálftahrina varð á svipuðum stað og stóra jarðskjálftahrinan átti sér stað fyrir rúmlega þrem vikum síðan.

130529_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 29. Maí 2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil miðað við það sem oft hefur átt upptök sín á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin er áhugaverð á þessu svæði, þó er óvíst hvað hún táknar, ef hún táknar þá eitthvað til að byrja með. Þar sem eldfjöll og svona jarðskjálftasvæði eru óútreiknanleg með öllu.