Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (22-Júlí-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Flestir af þessum jarðskjálftum voru litlir og eingöngu með dýpið 1 km, einn djúpur jarðskjálfti átti sér stað og var dýpi þess jarðskjálfta 12 km. Ég er ekki viss hvað olli þessari jarðskjálftahrinu, hugsanlegt er að um sé að ræða kvikuinnskot í Kötlu eða þrýstibreytingar á háhitasvæði sem þarna eru til staðar.

130722_1300
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Líklegast er þó að þessi jarðskjálftahrina sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Kötlu, eins og stendur eru ekki vísbendingar um neitt annað til staðar eins og er. Hægt er að fylgjast með virkninni í Kötlu hérna, á jarðskjálftamæli sem ég er með á sveitabænum Skeiðflöt, rétt fyrir utan Kötlu og Mýrdalsjökul.