Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og voru stærstu jarðskjálftanir í kringum 2,9 að stærð. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 04:17 í nótt og endaði klukkan 08:13 í morgun. Þessi jarðskjálftahrina var ekki samfelld, heldur átti sér stað í tveim hrinum sem vörðu í 10 mínótur í hvert skipti. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

130811_1215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom ágætlega fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Hægt er að skoða jarðskjálftamælanets vefsíðuna hérna. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir frekari virkni á Reykjaneshryggnum.

Fréttir af þessari hrinu

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg (Rúv.is)