Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt klukkan 04:40 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er á svipuðum slóðum og jarðskjálftahrinan sem átti sér stað þann 11-Ágúst-2013. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist eldvirkni á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu er með stærðina 3,0 og hafa aðrir jarðskjálftar verið minni.

130813_1315
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram. Ég reikna með að jarðskjálftahrinan muni halda áfram næstu klukkutíma til daga, þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það, þar sem jarðskjálftahrinur eru óútreiknanlegar. Stærstu mögulegu jarðskjálftar sem geta orðið á þessu svæði geta náð stærðinni 5,5. Jarðskorpan á þessu svæði ber ekki spennu fyrir stærri jarðskjálfta, hvort að slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað þarna núna er ómögurlegt að segja til um. Það er þó alltaf möguleiki ef næg spenna er til staðar á svæðinu.