Áhugaverður órói á jarðskjálftamælum í kringum Vatnajökul

Síðustu klukkutíma hefur verið áhugaverð óróavirkni á tveim sil stöðvum (sem stendur) í kringum Vatnajökul. Upptök þessar óróavirkni er óþekkt eins og stendur og það er ekki víst að það komi í ljós afhverju þessi virkni stafar. Þetta gæti verið vegna þess að jökuflóð frá Skaftárkötlum er hafið eða að hefjast eða þetta gæti verið eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er ennþá. Upptök þessara óróapúlsa eru óþekkt eins og stendur og í versta tilfelli mun ekki koma í ljós hvaðan þessi órói kemur innan Vatnajökuls. Hinsvegar vonast ég til þess að á næstu klukkutímum komi í ljós hvað er að valda þessum óróapúlsum í Vatnajökli.

skr.svd.02-September-2013.22.00.utc
Óróapúlsinn á Skrokköldu sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.02-September-2013.22.01.utc
Óróapúlsinn á Jökulsel sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og ég segi að ofan, þá eru upptök þessa óróapúlsa ekki þekkt þessa stundina. Þetta gæti verið vegna slæms veðurs á svæðinu, umferðar (ólíklegt vegna slæms veðurs á svæðinu) eða útaf einhverju sem er óþekkt á þessari stundu. Eins og stendur þá virðist sem að þessi órói komi ekki frá kvikuhreyfingu, þar sem lítil orka er í þessum óróapúlsum á tíðninni 0.5 til 1 Hz, þó er kvika þekkt til þess að vera með háan óróa þessari tíðini, það er þó frekar sjaldgæft þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt eins og er.

Það besta sem hægt er að gera eins og er að vakta þessa virkni og sjá hvað gerist og sjá hvort að það séu einhverjar breytingar að eiga sér stað á öðrum nálægum sil stöðvum. Eins og stendur þá reikna ég ekki með breytingu á þessu, þó svo að ekki sé hægt að útiloka það eins og er. Hættan á jökulflóði frá Skaftárkötlum er ennþá til staðar á svæðinu. Ég veit ekki hvort að þessir óróapúlsar tengjast Skaftárkötlum eða ekki á þessari stundu.