Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.