Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (25-September-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hófst með litlum jarðskjálftum en hefur verið að sækja smá í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á daginn. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 2,8 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

130925_2015
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi eitthvað áfram. Þar sem jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu. Þannig að þessi jarðskjálftahrina kemur ekki á óvart í dag. Ef stórir jarðskjálftar eiga sér stað er hægt að sjá þá á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.