Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu ennþá í gangi

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Tjörnesbrotabeltinu fyrir viku síðan er ennþá í gangi. Í dag (30-September-2013) hafa rétt um 1000 jarðskjálftar mælst á Tjörnesbrotabeltinu og ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinunni sé að ljúka.

130930_2015
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki fundist í byggð, enda hafa flestir jarðskjálftar verið undir 2,0 að stærð. Einhverjir jarðskjálftar hafa þó náð stærðinni 2,8. Enginn jarðskjálfti hefur hingað til náð stærðinni 3,0. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þróunni þar sem svona jarðskjálftahrinur eru óútreiknanleg-ar með öllu og vonlaust að vita hvað gerist næst.