Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram í dag (02-Október-2013) frá því í gær (01-Október-2013). Helsta breytingin frá því í gær er aukning jarðskjálfta og þeir hafa einnig orðið stærri. Í dag er stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,8 (sjálfvirk niðurstaða) og ekki er hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað þarna. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er 5 til 15 km og virðist ekki vera breytast eins og stendur. Það er ennþá ósannað hvort að það sé kvikuinnskot sem er að valda þessari jarðskjálftahrinu eða bara hefðbundnar flekahreyfingar, slíkt mun líklega ekki verða sannað fyrr en að þarna hefst eldgos og það er ekki víst að slíkt muni gerast.

131002_2200
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi jarðskjálfta í dag (02-Október-2013) er svipuð og í gær (01-Október-2013) og virðist sem að engar sérstakar breytingar hafi átt sér stað í fjölda jarðskjálfta milli daga. Stærstu jarðskjálftanir hafa fundist á Ólafsfirði, Siglufirði og alveg til Dalvíkur í dag ásamt öðrum svæðum sem eru nærri upptökum þessar jarðskjálftahrinu. Það eru engin merki þess eins og stendur þess efnis að draga sér úr þessari jarðskjálftahrinu eins og er og óvíst hvenar það fer að draga úr þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni sem ég er með. Jarðskjálftanir koma best fram á jarðskjálftamælastöðinni sem heitir Böðvarshólar.

Facebook síðu þessa bloggs er hægt að finna hérna.