Upptök jökulflóðsins frá Hofsjökli í ágúst fundin

Í Ágúst-2013 átti sér stað jökulflóð frá Hofsjökli. Hingað til hafa upptök þessa jökulflóðs ekki fundist. Upptök þessa jökulflóðs fundist hinsvegar á gervihnattamynd frá NASA/USGS í September-2013 og núna fyrir nokkrum dögum síðan voru upptök þessa jökulflóðs staðfest af vísindamönnum Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Upptök þessa jökulflóðs voru nýr sigketill í Hofsjökli, þessi sigketill er rúmlega 700 metra langur og 30 – 50 metra djúpur.

hofsjokull_24sept2013
Hofsjökull og ketillinn í jöklinum, staðsetning sigketilsins er ~64°49,5‘N; 18°52‘V. Mynd er frá NASA/USGS/Veðurstofu Íslands/Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Yfirborð jökulsins er mikið sprungið á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er ekki vitað um ástæður þess að þarna myndaðist háhitasvæði í Hofsjökli. Ekki hafa komið fram nein merki þess að þarna hafi eldgos átt sér stað. Hvorki fyrir eða eftir jökulhlaupið úr Hofsjökli. Stærð sigketilsins er 106 m3 samkvæmt Veðurstofu Íslands eða um ein milljón rúmmetra. Óljóst er hvort að fleiri jökulflóð muni koma úr þessum sigketli í framtíðinni.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hlaup úr Hofsjökli í ágúst 2013 (vedur.is)

Fréttir af þessu

Fundu sigketil á Hofsjökli (mbl.is)
Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli (Rúv.is)