Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (13-Október-2013) klukkkan 01:11 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil í upphafi þangað til klukkan 07:34 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,8 átti sér stað. Sá jarðskjálfti fannst mjög víða, samkvæmt fréttum allt frá Vík í Mýrdal til Hólmavíkur á Ströndum. Talsverð eftirskjálftavirkni hefur átt sér stað í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Undan stærsta jarðskjálftanum voru tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 og síðan 3,5 með upptök á svipuðum slóðum. Ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir samkvæmt fréttum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

131013_1415
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sáust mjög vel á jarðskjálftamæla-netinu mínu og er hægt að skoða jarðskjálftana hérna á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

131013.073300.ebiz.psn
Jarðskjálftinn sem mældist með stærðina 4,8. Þessi jarðskjálftamælastöð er á Eyrarbakka og útslagið var mest þar eins og sést, þar sem útslagið er meira en hæsta útslag jarðskjálftamælisins. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á Reykjanesskaga á jarðskjálftamælum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.bhrz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

131013.073300.sktz.psn
Stærsti jarðskjálftinn á jarðskjálftamælinum í Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast á næstu klukkutímum. Undanfarna klukkutíma hefur dregið úr jarðskjálftavirkni en það er engu að síður hætta á því að jarðskjálftavirknin taki sig upp aftur og aukist á ný. Þetta svæði á Reykjanesskaganum er þekkt fyrir slíka tegund af virkni, það er þó ekki víst að slíkt muni gerast en það er hætta á því. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni og engin hætta á eldgosi eins og stendur. Sú staða gæti breyst en mér þykir það ólíklegt eins og staðan er núna.