Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Á mánudaginn (14-Október-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið lítil eins og stendur, stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hefur aðeins verið með stærðina 2,5.

131015_2210
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi. Þó er vonlaust að vita hvort að þessi jarðskjálftahrina mundi vara næstu daga eða ekki. Þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu hefur verið mjög virkt undanfarið og því er hætta á frekari jarðskjálftavirkni þarna. Það er ekki hægt að segja til um það hversu mikil sú jarðskjálftavirkni verður.