Engar uppfærslur á jarðskjálftamælanets vefsíðunni vegna bilunar

Vegna bilunar í tækjabúnaði hjá mér þá uppfærast jarðskjálftagröfin á jarðskjálftavefsíðunum ekki eins og hefur verið. Ég veit ekki hver bilunun er. Ástæðan er hinsvegar sambandsleysi við internetið sem er að valda þessu. Líklega hefur WAN router-inn minn bilað hjá mér í Danmörku. Ég reikna ekki með að þetta verði lagað fyrr en eftir jólin í Janúar-2014 þegar ég fer aftur heim til mín. Ef að mér tekst gera við þessa bilun áður en að þeim tíma kemur. Þá verður það gert. Þangað til munu gröfin ekki uppfærast á internetinu.