Jarðskjálfti í Kverkfjöllum

Í dag (19-Desember-2013) klukkan 09:30 varð jarðskjálfti í Kverkfjöllum. Stærð þessa jarðskjálfta var 3,1 og dýpið var 5,0 km.

131219_1415
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þetta er fyrsta virknin sem á sér stað í Kverkfjöllum í talsverðan tíma núna. Virkni hefur verið að aukast í Kverkfjöllum á undanförnum árum en ekkert bendir til þess að það sé farið að styttast í að eldgos muni eiga sér stað í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Þrír eftirskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum. Stærðir þessara eftirskjálfta voru með stærðina 1,3 til 1,7. Dýpi þessara jarðskjálfta var 6,5 til 3,4 km.

131219_1615
Eftirskjálftar í Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að eftirskjálftar munu halda áfram í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 17:04.