Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.