Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.