Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014

Ég afsaka hvað þessi póstur kemur seint inn. Ég hef verið að fást við meira en eitt tölvuvandamál hjá mér. Nánar um seinna tölvuvandamálið í sérstökum pósti.

Þann 10-Janúar-2014 urðu þrír jarðskjálftar á Reykjaneshrygg. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,1 og 3,5. Þriðji jarðskjálftinn var minni með stærðina 2,5.

140110_1700
Tveir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru brotaskjálftar á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að þeir eigi upptök sín í kviku á þessu svæði.