Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi

Um þessar mundir er mjög rólegt í jarðfræði á Íslandi. Þetta sést best á því að ég hef afskaplega lítið til þess að skrifa um hérna þessa dagana. Ég veit ekki hvenær þetta breytist en þetta ástand hefur varað mjög lengi á Íslandi núna

140131_1710
Mjög rólegt á Íslandi núna. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir nokkrum dögum var jarðskjálftavirkni mjög djúpt á Reykjaneshrygg. Ég fjallaði ekki um þessa jarðskjálftahrinu vegna óvissu um staðsetningu jarðskjálftanna einnig sem að stærð flestra jarðskjálftanna var undir stærðinni 5,0. Jarðskjálftahrinur eiga sér oft stað djúpt á Reykjaneshrygg.