Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.