Tveir litlir jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra

Einstaka sinnum mæli ég jarðskjálfta sem koma ekki inn á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands og að auki mjög litlir að stærð. Það veldur því að þeir sjást einfaldlega ekki í kerfinu þeirra. Mínir jarðskjálftamælar geta mælt jarðskjálfta niður í ML-2,0 ef aðstæður eru góðar og veður er gott, einnig þarf viðkomandi atburður að vera nægjanlega nálægt jarðskjálftamælinum svo að hann mælist. Jarðskjálftanir sem ég mældi þann 20-Febrúar-2014 voru stærri en ML0,0. Ég veit því miður ekki nákvæma stærð þessara jarðskjálfta vegna þess hugbúnaðar sem ég er að nota. Fyrsti jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 12:36.

140220.123600.bghz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.123600.bhrz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 18:41 og var sá jarðskjálfti örlítið stærri en sá fyrri.

140220.184113.bghz.psn
Seinni jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184113.bghn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég hef ekki mælt fleiri jarðskjálfta á þessu svæði síðan þessir atburðir komu fram. Síðast varð jarðskjálfti sem ég mældi í Húnaþingi Vestra árið 2006 þegar ég bjó á Hvammstanga. Árið 2006 var ég bara með einn jarðskjálftamæli á Hvammstanga þegar ég bjó þar. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað á þessu svæði. Þar sem það er erfitt að vita það með vissu, mér þykir það hinsvegar ólíklegt að slíkt muni gerast. Ef frekari jarðskjálftar munu eiga sér stað þá verður hægt að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftavefnum mínum.