Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (24-Febrúar-2014) klukkan 06:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari er með stærðina 3,0. Þó er þessari jarðskjálfthrinu líklega ekki lokið eins og stendur.

140224_1720
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mitt mat að þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þar sem þetta virðist vera framhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst í Október-2012. Það er erfitt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar yrðu, þar sem það geta komið löng tímabil þar sem ekkert gerist í þessari jarðskjálftahrinu. Það er ekki vitað afhverju þetta brotabelti hagar sér með þessum hætti. Hægt er að fylgjast með þessari jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu hjá mér sem er með jarðskjálftamælana. Jarðskjálftagröfin eru uppfærð á fimm mínútu fresti.