Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Febrúar-2014) klukkan 08:06 og 08:12 urðu jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu með stærðina 3,4. Þessir jarðskjálftar fundust mjög greinilega í Ólafsfirði. Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Mánudaginn og er ennþá í gangi þó með hléum.

140226_1505
Jarðskjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mynnieyjafj2014
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í fortíðinni ásamt nýrri jarðskjálftavirkni. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu er ennþá í gangi þó svo að ekkert hafi gerist síðan í morgun. Ég reikna með frekari virkni á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar munu eiga sér stað á þessu svæði. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna (og hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands). Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 munu sjást á mínum jarðskjálftagröfum svo lengi sem veður er gott og skilyrði almennt góð. Því stærri sem jarðskjálftanir eru því betur munu þeir sjást á mínum jarðskjálftagröfum.