Jarðskjálfti í Heklu og djúpur jarðskjálfti í Kötlu

Þann 17-Mars-2014 klukkan 19:59 varð jarðskjálfti í Heklu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 1,0 og var á 9,1 km dýpi. Ég mældi þennan jarðskjálfta á jarðskjálftamælinn sem ég er við Heklu (tengill hérna). Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að Hekla sé að fara gjósa. Það veit enginn ennþá hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir.

140319_1810
Jarðskjálftinn í Heklu (blái depilinn) og síðan jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Þann 18-Mars-2014 klukkan 06:56 varð jarðskjálfti í Kötlu öskjunni. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 28,9 km. Hægt er að sjá jarðskjálftann í myndinni fyrir ofan, jarðskjálftinn er í miðri Kötlu öskjunni. Þessi jarðskjálfti lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur og enginn órói kom í kjölfarið á honum.

alf.svd.19.03.2014
Enginn órói í Kötlu. Þarna sést aðeins vindur og brim af ströndinni. Toppurinn sem er þarna er jarðskjálfti í Goðabungu í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja endilega mínu vinna hérna. Takk fyrir.

Auglýsingar: Þar sem ég er ekki að fá nóg af styrkjum til þess að getað haldið mér uppi hérna. Þá verð ég því miður að setja aftur inn auglýsingar. Ég vil gjarnan vera án auglýsinga eins og ég útskýri hérna. Þetta er því miður bara ekki hægt hjá mér eins og er. Þar sem ég verð að hafa einhverjar aukatekjur af þessari vinnu minni og það er augljóst núna að styrkir eru ekki nægar tekjur fyrir mig til þess að halda þessari vinnu áfram bara á þeim grundvelli. Eins og staðan er hjá mér núna þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Hvað ég geri næstu daga til þess að komast af til mánaðamóta veit ég ekki ennþá.

Hvað með vinnu: Það eru margir sem segja að ég eigi bara að mér vinnu. Þar sem ég er hinsvegar með Asperger-heilkenni. Það þýðir að í venjulegu fyrirtæki á ég talsvert erfitt með að virka rétt (hef prufað þetta nokkrum sinnum og aldrei gengið). Ég get alveg unnið líkamlega. Það er hinsvegar erfiðara fyrir mig þegar það kemur að því hvernig vinnan er, taka við skipunum og síðan fást við félagslegu hlutina í vinnu. Ég hef og get unnið í skamman tíma en ég endist aldrei til lengri tíma. Vinna mundi einnig koma í veg fyrir að ég gæti fylgst með jarðskjálftum og eldfjöllum á Íslandi eins og ég geri í dag. Ég er einnig að skrifa og er nú þegar búinn að gefa út mína fyrstu smásögu (á ensku). Því miður er hún ekki að seljast vel eins og stendur. Þessa stundina er ég einnig að vinna í því að skrifa fleiri sögur, bæði á íslensku og ensku.