Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (4-Apríl-2014) um miðnætti varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,5 og fannst á landi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 30 km frá landi. Eins og stendur er smá hlé í jarðskjálftahrinunni en möguleiki er á að hún haldi áfram. Það er þó alveg jafn líklegt að þessi jarðskjálftahrinu gæti verið lokið í bili.

140404_1805
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta stærri en 3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óstaðfestar fréttir á Rúv.is segja að þetta gæti verið vegna kvikuinnskota í eldstöðinni sem þarna er til staðar. Það hefur þó ekki ennþá fengist staðfest hvort að það sé raunin. Ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram. Þá má reikna með að staðfesting fáist á því hvort að þetta sé jarðskjálftahrina vegna kvikuhreyfinga eða plötuhreyfinga á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að byrja rólega og taka sér hlé þess á milli sem að mikil jarðskjálftavirkni varir í skamman tíma (nokkra klukkutíma). Hvort að það gerist núna veit ég ekki, mér þykir þó líklegt að þetta svæði á Reykjaneshryggnum haldi sig við þekkt munstur miðað við fyrri virkni. Það besta sem hægt er að gera er að fylgjast með. Hægt er að sjá jarðskjálftavirknina sem þarna á sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni sem ég er með.