Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var við Flatey (við Húsavík) og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærð í kringum 2,0.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að spá til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram. Þarna eru ekki nein eldfjöll og er þessi virkni því eingöngu vegna spennulosunar í jarðskorpunni.