Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil. Þarna hefur hinsvegar verið talsverð jarðskjálftavirkni á undanförnum vikum. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði varð þann 13-Apríl-2014.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna staðsetningar þá er næstum því vonlaust að vita hvað er að gerast þarna. Þó er ljóst að ekki hefur eldgos ennþá átt sér stað þarna ennþá. Þó eru uppi grunsemdir um að kvika sé þarna á ferðinni eins og var raunin þann 13-Apríl-2014. Það sem er áhugavert við jarðskjálftahrinur á þessu svæði er sú staðreynd að þær detta niður í skemmri og lengri tíma. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Næmni er einnig léleg fyrir þetta svæði, þar sem næstu SIL stöðvar eru í 35 til 50 km fjarlægð. Eins og staðan er í dag þá er vonlaust að átta sig á því hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu dögum til vikum.