Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.