Jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum

Í gær (14-Maí-2014) varð jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og náði enginn jarðskjálfti stærðinni 2,0 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftar eru ekki algengir í Kverkfjöllum en svona jarðskjálfthrinur gerast einstakasinnum engu að síður.

140514_1935
Jarðskjálftahrinan í Kverkfjöllum er þar sem rauðu punktanir eru í austanverðum Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef ekki neinar vísbendingar afhverju þessi jarðskjálftahrina átti sér stað. Hugsanlega var um að ræða kvikuinnskot í Kverkfjöll eða breytingar í háhitasvæðum eldstöðvarinnar. Á meðan jarðskjálftahrinan átti sér stað varð ekki nein breyting á óróaplottum nærri Kverkfjöllum. Hægt er að skoða vefmyndavélar Kverkfjalla hérna, en þær hafa því miður ekki uppfærst síðan 1-Maí-2014. Ég er ekki að reikna með neinni breytingu í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag.