Jarðskjálfti suður af Heklu

Í dag (03-Júní-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 2,5 suður af eldstöðinni Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,6 km. Nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Engin merki um eldgos er að sjá frá Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

140603_1605
Jarðskjálftarnir suður af Heklu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er í dag þá er allt rólegt í Heklu. Það er þó gott að hafa varan á sér ef fólk ætlar sér að fara á topp Heklu þar sem eldgos geta hafist með skömmum fyrirvara. Undanfarin fyrir eldgos í Heklu er jarðskjálftahrina sem kemur fram rúmlega einni til tveim klukkustundum á undan áður en það fer að gjósa. Þessi jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna.