Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (27-Júní-2014) voru djúpir jarðskjálftar mældir í Kötlu, stærðir þessara jarðskjálfta voru frá 0,8 og upp í 1,5. Dýpið sem mældist var frá 23,7 km og niður í 25,7 km.

140627_1735
Jarðskjálftarnir í Kötlu í dag eru þeir sem eru appelsínugulir og innan öskjunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftar eiga sér stað á svona miklu dýpi. Þá er um að ræða kvikuhreyfingar eða kvikuinnskot, slíkar hreyfingar leiða ekki endilega til eldgoss en þýða samt að nauðsynlegt er að fylgjast með þessari virkni sem er að eiga sér stað. Ef eitthvað skyldi breytast í eldstöðinni. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar breytingar á yfirborði Kötlu vegna þessar djúpu jarðskjálftavirkni. Það er ennþá mjög óljóst og illa skilið hvernig Katla hagar sér áður en stórt eldgos hefst.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu þar sem að örorkubætur duga mér mjög skammt. Eins og staðan er í dag þá er ég blankur og hef verið það núna í nokkra daga. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Auglýsingar: Ég er í dag eingöngu með Amazon auglýsingar á vefsíðunum hjá mér. Það hjálpar mér að vinna að þessu. Hinsvegar virka Amazon auglýsingar þannig að ég fæ borgað þegar fólk kaupir vörur. Ég fæ ekkert fyrir það þegar fólk smellir á auglýsinganar. Þegar fólk kaupir vörur af Amazon í gegnum þær auglýsingar sem ég er með hérna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur. Það hjálpar mér einnig að reka þessa vefsíðu. Ég þakka fyrir stuðninginn.