Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.