Jarðskjálftahrina í Kötlu

Fyrir nokkrum dögum síðan aflýstu almannavarnir viðvörunarstigi í kringum jökulár sem renna undan Mýrdalsjökli. Þetta þýðir þó ekki að hættan sé liðin á þessu svæði, þar sem það er ennþá möguleiki á því að hættulegt gas safnist fyrir á svæðum sem liggja lágt í umhverfinu.

140715_1525
Jarðskjálftahrinan í Kötlu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag (15-Júlí-2014) átti sér stað jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 3,1, aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni. Þetta er ein öflugasta jarðskjálftahrinan í öskju Kötlu síðan núverandi jarðskjálftavirkni hófst. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálftahrina mundi halda áfram á næstu dögum. Það er einnig mitt mat að þarna sé mikil hætta á litlum eldgosum, sem munu vara í nokkra klukkutíma þó án þess að ná upp úr Mýrdalsjökli. Það skal tekið fram að jarðfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni er ekki sammála þessu mati hjá mér. Á meðan það er mikil hætta á litlum eldgosum (það er eingöngu mín skoðun) í Kötlu, þá þýðir það ekki endilega að slíkt muni gerast. Það er eingöngu hægt að fylgjast með jarðskjálftavirkninni í Kötlu eins og staðan er í dag.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég setja inn uppfærslu um það eins fljótt og hægt er. Ef stór jarðskjálfti mun eiga sér stað í Kötlu þá mun hann koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð, það er hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamæli hérna. Það er einnig vefmyndavél sem vísar á Kötlu / Eyjafjallajökul og er hægt að fylgjast með þeirri vefmyndavél hérna.