Minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í gær (11-Ágúst-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 3,4 og var á dýpinu 4,4 km. Örfáir minni jarðskjálftar áttu sér stað eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

140811_2100
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þarna eiga það til að byrja hægt og aukast síðan yfir nokkura daga til vikna tímabil. Hvort að það gerist núna er ekki hægt að segja til um, það er þó ákveðin hætta á að það muni gerast. Þar sem þetta er algengt munstur jarðskjálftahrina á þessu svæði á Reykjanesinu.