Stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu klukkan 02:44 UTC

Hérna er stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrinan heldur áfram í Bárðarbungu og virðist lítið ætla að hægja á sér. Síðustu klukkutíma hafa tveir aðskildar hópar af jarðskjálftum komið fram í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftahrinan er á svæði sem kallast Kistufell, seinni jarðskjálftahrinan er í suður-austur hluta Bárðarbungu, aukin jarðskjálftavirkni í suður-austur hluta Bárðarbungu virðist auka þann óróa sem hefur verið að koma fram síðan í gær. Ég veit ekki afhverju það er (þegar þetta er skrifað), ekkert eldgos hefur ennþá verið staðfest frá Bárðarbungu. Þar sem eldstöðin er undir jökli þá er staðfesting mjög erfið við bestu aðstæður.

140817_0140
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Hérna sjást vel tveir hópar af jarðskjálftum sem eru núna virkir í Bárðarbungu. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140817_0140_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn er mjög hár á Dyngjuháls SIL stöðinni. Afhverju þetta stafar er ekki alveg ljóst ennþá. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn í Vonaskarð SIL stöðinni. Þar sést að óróinn hefur lækkað síðustu klukkutíma en er kominn á mjög stöðugur núna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá hefur ekki stórt eldgos hafist í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunar eftir því sem þessi virkni heldur áfram. Það er hætta á því að stór jarðskjálfti muni eiga sér stað í Bárðarbungu áður en stórt eldgos hefst, þar sem jarðskorpan á þessu svæði er allt að 40 km þykk. Síðasta eldgos varð árið 1794 í Bárðarbungu. Árið 1910 varð eldgos í eldstöðinni sem er kennd við Hamarinn sem er suð-vestur af Bárðarbungu (gaus síðast smágosi árið 2011 að mínu áliti). Eldgos á sprungureynum eru einnig möguleiki, þar sem slík eldgos hafa margoft átt sér stað frá Bárðarbungu. Það er hætta á slíku eldgosi frá Bárðarbungu, slíkt eldgos þarf hinsvegar ekki að eiga sér stað.

Staðan í Bárðarbungu breytist hratt því mun þessi færsla úreldast hratt. Af þeim sökum mun ég setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem þörf er á.