Hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu

Þetta hérna eru fyrstu upplýsingar og gætu verið rangar! Eldgos gæti ekki verið að hefjast og þetta gæti allt eins verið breytingar á óróa vegna kviku neðanjarðar. Það er ekki hægt að vera viss fyrr en búið er að staðfesta eldgos með öðrum leiðum.

Það virðist sem að eldgos sé líklega að hefjast í Bárðarbungu. Óróinn er farinn að stíga mjög mikið þessa stundina eins og sést á umræddum SIL stöðvum Veðurstofunnar.

dyn.svd.23.08.2014.at.11.09.utc
Óróinn á Dyngjuhálsi SIL stöðinni klukkan 11:09. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn á Kreppuhraun SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.23.08.2014.at.11.10.utc
Óróinn kemur einnig vel fram á Mókollum SIL stöðinni klukkan 11:10. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast núna. Ekkert hefur verið staðfest ennþá þegar þetta er skrifað. Það er möguleiki á því að það sé ekki eldgos að hefjast í Bárðarbungu þessa stundina, það gæti þó breyst án fyrirvara hvenær sem er.