Staðan í Bárðarbungu klukkan 01:28

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt.

Sérstök smágrein um Öskju

Það eru uppi getgátur um það að kvikuinnskotið muni finna sér leið inn í Öskju. Mér þykir það vera mjög ólíkleg niðurstaða, sérstaklega þar sem slíkt hefur ekki gerst áður milli þessara eldstöðva. Svæðið á milli Bárðarbungu og Öskju er líklega fullt af gömlum kvikuinnskotum sem þýða að líklega kemst kvikuinnskotið ekki í gegnum eitthvað af þessum innskotum (þar sem þetta er eldfjallasvæði, þá þykir mér þetta líklegt). Undanfarna viku hefur kvikuinnskotið verið að fara í gegnum mýkra grjót á þessu svæði. Ég get hinsvegar ekki útilokað að Bárðarbunga hefji eldgos í Öskju með einhverjum öðrum leiðum sem mér eru ekki kunnar. Askja fór að undirbúa eldgos árið 2010, en þá fór kvika að streyma inn í kvikuhólf Öskju á 20 km dýpi. Hinsvegar er eldstöðin ekki tilbúin til þess að hefja eldgos, þar sem ferlið í Öskju virðist vera mjög hægt.

Sérstök smágrein um Tungafellsjökul

Þann 24-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Tungafellsjökli. Þar að auki voru nokkrir aðrir jarðskjálftar að auki í Tungafellsjökli. Það er ekkert sem bendir til þess að virkni sé að fara aukast í Tungnafellsjökli. Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli undanfarið ár sem bendir til þess að kvika hafi verið að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi (meira en 15 km dýpi), en það er ekkert sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin í eldgos. Það eru einnig góðar líkur á því að jarðskjálftarnir séu að eiga sér stað vegna stress breytinga í jarðskorpunni vegna þess sigs sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna. Ég tel afar ólíkleg að Bárðarbunga sé að fara ræsa eldgos í Tungafellsjökli, sérstaklega þar sem Tungafellsjökull hefur ekki gosið síðustu 10.000 árin hið minnsta. Tungafellsjökull er staðsettur vestan við Bárðarbungu og er lítil eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa jarðskjálftar með miðlungsstærð (5,0 til 5,9) að eiga sér stað, þeir jarðskjálftar hafa átt stað í ösku Bárðarbungu vegna sigs í öskjunni. Ástæðan fyrir því virðist vera það að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólf Bárðarbungu er minna heldur en útstreymið eins og er. Þessi lækkun öskjunnar er einnig að valda stress breytingum í jarðskorpunni í kringum Bárðarbungu, hver niðurstaðan af því mun verða veit ég ekki ennþá. Þar sem jarðskorpan bregst hægar við þessu, en það má búast við sterkari jarðskjálftum á þessu svæði í kjölfarið á þessum spennu breytingum. Jarðskorpan á þessu svæði í kringum 46 km þykk á þessu svæði vegna heita reitsins samkvæmt mælingum vísindamanna (nánar hérna á ensku. Þetta er stórt pdf skjal).

Í dag er kvikuinnskotið á svæði sem gaus síðast árið 1797 samkvæmt sögunni. Það hefur verið óvíst hvaða eldstöð gaus því eldgosi, en það hefur oftast verið kennt við Öskju. Hinsvegar hefur komið fram í fréttum í gær (25-Ágúst-2014) að líklega væri umrætt hraun komið frá Bárðarbungu frekar en Öskju. Í dag (26-Ágúst-2014) er kvikuinnskotið rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Síðasta sólarhringinn hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á því svæði. Hinsvegar er sú jarðskjálftavirkni ekki nærri því eins mikil og á aðal svæði kvikuinnskotsins við Dyngjuháls.

140826_0035
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826_0035_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt síðustu 48 klukkustundirnar í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Óróinn er einnig mjög mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Sömu sögu er að segja á SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.25.08.2014.at.17.39.utc
Þensla vegna kvikuinnskotsins hefur verið mjög mikil samkvæmt GPS mælingum. Hægt er að sjá fleiri mælingar hérna. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Ég heyrði í útvarpinu og fjölmiðlum í dag umræðu um það að líklega mundi ekkert eldgos verða vegna þessa kvikuinnskots. Ég er ekki sammála þessu mati vísindamanna. Þar sem það byggir á þeirri forsendu að þar sem djúpir jarðskjálftar séu að eiga sér stað, þá muni líklega ekki gjósa þarna og engin merki eru um það núna að kvikan sé farin að leita upp. Vandamálið við þetta er að þau gildi sem eru notuð eru röng og hreinlega passa ekki við þau umbrot sem hérna eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot mun valda eldgosi. Það gæti auðvitað ekki gosið, það er alltaf möguleiki. Ég hinsvegar tel það vera minnst líklegasta möguleikann í þessu ferli sem núna er í gangi í Bárðarbungu. Kvikuinnskotið mun halda áfram að búa til leið fyrir sjálft sig þangað til að það lendir í mótstöðu sem það kemst ekki í gengum, og þá mun verða einfaldara fyrir það að fara upp frekar en niður. Ég veit ekki hvenær þetta mun gerast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slíka atburði langt fram í tímann.