Óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil.
  • Sigkatlar hafa myndast í Vatnajökli nærri Bárðarbungu. Þeir eru SA og SSA við Bárðarbungu.
  • Sigkatlanir eru í kringum 4 til 6 km langir og rúmlega 1 km breiðir.
  • Enginn gosórói hefur sést á mælum Veðurstofunnar, en það gæti haft sínar eigin ástæður.

 

140827_2315
Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög mikil síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_2315_trace
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.27.08.2014.at.23.22.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.27.08.2014.at.23.23.utc
Óróinn er ennþá mjög á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sigkatlanir eru á svæði þar sem jarðskjálftar með stærðina 5,0 hafa átt sér stað undanfarið. Auk fjölda annara jarðskjálfta. Hinsvegar hefur þarna ekki átt sér stað nein virki eins og þá sem hefur verið í kvikuinnskotinu síðan 16-Ágúst-2014. Það er ekki ennþá ljóst hvað varð um allt vatnið sem bráðnaði í þessu öllu saman. Á þessu svæði er jökulinn rúmlega 400 til 600 metra þykkur. Það hefur því talsvert magn af vatni bráðnað á þessu svæði núna. Það er möguleiki á því að þetta vatn hafi runnið til Grímsvatna, en það er ekki ennþá búið að staðfesta það ennþá.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég hef þær.