Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 18:37

Þessar upplýsingar mun verða úreltar mjög fljótt.

Þetta er helgar uppfærsla hjá mér af stöðu mála í Öskju og Bárðarbungu. Það er því ekki víst að ég hafi allar upplýsingar hérna inni um helgar.

Staðan í Öskju

  • Askja er ennþá á gulu viðvörunarstigi.
  • Kvikuinnskotið virðist hafa stoppað á leið sinni til Öskju. Afhverju það er ekki vitað eins og er.
  • Jarðskjálftavirkni virðist hafa minnkað í Öskju síðustu 24 klukkustundirnar.

Staðan í Bárðarbungu

  • Stærsti jarðskjáfltinn síðustu 24 klukkutímana varð klukkan 07:03 í morgun og var með stærðina 5,4. Jarðskjálftinn varð í suð-vestur hluta Bárðarbungu og kom vel fram á jarðskjálftamælunum mínum sem hægt er að skoða hérna.
  • Það hefur verið staðfest að eldgos átti sér stað þann 23-Ágúst. Eldgosið var tíu sinnum stærra en eldgosið í Holuhrauni, en varð undir 400 til 600 metra jökli og sást því ekki.
  • Flestir jarðskjálftarnir eiga sér núna stað á 15 km svæði í kvikuinnskotinu. Það svæði byrjar þar sem gaus í Holuhrauni og nær 15 km suður frá þeim stað. Kvikuinnskotið virðist ekki vera að færast norður þessa stundina.
  • Síðasta stóra eldgos varð í Bárðarbungu árið 1717. Samkvæmt Global Volcanism Program þá varð það eldgos með stærðina VEI 3.
  • Eldgos geta átt sér stað í hlíðum Bárðarbungu en einnig í öskjunni, þar sem rúmlega 800 metra þykkur jökull er til staðar (+- 100 metrar).
  • Jarðskjálftavirkni er stöðug, með rúmlega 1000 til 2000 jarðskjálfta á dag.

GPS gögn

Veðurstofan hefur gefið út GPS gögn og hægt er að skoða þau hérna.

Uppfærslur um helgar

Ég mun setja inn styttir uppfærslur um helgar þar sem ég þarf að taka mér smá frí um helgar. Ég hef núna verið að skrifa um stöðu mála í Bárðarbungu síðustu tvær vikur. Þannig að uppfærslur um helgar verða styttri með færri atriðum en uppfærslur sem eru skrifaðar Mánudaga til Föstudaga. Ef eldgos verður þá mun ég skrifa um það um leið og ég frétti af því, og ég mun setja inn frekar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað frekar um hvað er að gerast.

Grein uppfærð klukkan 19:02.
Upplýsingar um staðsetningu jarðskjálftavirkninnar í kvikuinnskotinu voru leiðréttar.

One Reply to “Staðan í Öskju og Bárðarbungu klukkan 18:37”

Lokað er fyrir athugasemdir.