Minniháttar aukning á leiðni í Múlakvísl

Undanfarna daga hefur verið minniháttar aukning á leiðni í Múlakvísl sem kemur úr Mýrdalsjökli, ástæðan fyrir þessu eru katlar sem koma til vegna háhitasvæða sem eru í Kötlu.

140908_1345
Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi eins og staðan er núna. Þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu er langt fyrir neðan venjulega bakgrunnsvirkni sem er venjulega í Kötlu. Ég reikna með að ástandið í Múlakvísl verði komið í eðlilegt horf eftir nokkra daga.